Körfubolti

Zion valinn fyrstur til Pelicans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zion Williamson er kominn í NBA deildina
Zion Williamson er kominn í NBA deildina vísir/getty
Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt.

Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu.

„Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson.

Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers.

Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga.

Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu.

Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar.

Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.

Allt nýliðavalið má sjá hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×