Eigum alls ekki að drekka ískalt vatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 21:59 Vatnið sem þessi sýpur er vonandi ekki of kalt. Vísir/Getty Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira