Fótbolti

Fyrsta tap Guðmundar og félaga síðan 13. maí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur í leik með Norrköpnig á leiktíðinni.
Guðmundur í leik með Norrköpnig á leiktíðinni. vísir/getty
IFK Norrköping tapaði sínum fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni síðan 13. maí en tapaði 1-0 fyrir Sirius á heimavelli.

Guðmundur Þórarinsson hefur verið að spila á miðjunni á leiktíðinni en hann var mest í vinstri bakverðinum á síðustu leiktíð.

Norrköping, sem var á heimavelli í dag, sótti meira en náði ekki að skora. Sigurmark Sirius kom svo á 89. mínútu leiksins og lokatölur 1-0.







Norrköping er eftir tapið í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig en liðið hafði ekki tapað síðustu sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×