Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:53 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent