Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 08:16 Kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Fillipseyjum, sem gerir strandið enn dularfyllra. Getty/ted ajibe Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna. Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna.
Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14