Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 15:47 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05
Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18