Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 20:30 Herdís Hallmarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands Vísir/Sigurjón Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15
Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30
Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49