Ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15