Gott veður víðast hvar á landinu um helgina Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. júlí 2019 14:15 Fjöldi fólks mun leggja leið sína til Akureyrar um helgina þar sem fram fara N1 mótið og Pollamótið í fótbolta. vísir/vilhelm Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira