Á bremsunni Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun