Annar skiptastjóra þrotabús WOW air segir óvíst um lögmæti hátt í fjögurra milljarða króna stjórnvaldssektar sem Umhverfisstofnun lagði á búið í dag. Sektin er vegna þess að WOW air gerði ekki upp losunarheimildir sínar vegna losunar gróðurhúslofttegunda í fyrra áður en frestur til þess rann út í lok apríl.
Flugfélögum ber að gera upp losunarheimildir sínar samkvæmt samevrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir einu sinni á ári. Fresturinn rann út 30. apríl, um mánuði eftir gjaldþrot WOW air, án þess að flugfélagið gerði heimildirnar upp.
Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabúsins, segir við Vísi að frestur til að lýsa kröfum í búið renni út 3. ágúst. Þá verði tekin afstaða til lögmætis kröfunnar og hvar hún lenti í forgangsröðina.
Hann telur sektina gríðarlega háa og mögulega einsdæmi að hún sé lögð á þrotabú. Skoða þurfi hvort hún eigi sér stoð í lögum eða ekki, bæði grundvöllur hennar og fjárhæð.
Telur vafa leika á lögmæti sektarinnar

Tengdar fréttir

Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi
Umhverfisstofnun sektaði þrotabú Wow air um hátt í fjóra miljarða króna fyrir að gera ekki upp losunarheimildir fyrir síðasta ár.

Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“
Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018.