Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KA 3-1 | Pedersen sneri aftur með látum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2019 21:00 Patrick Pedersen fagnar marki með Vali síðasta sumar. vísir/daníel þór Patrick Pedersen sneri aftur í Pepsi Max deildina með látum og skoraði í sínum fyrsta leik í sumar þegar Valur lagði KA á heimavelli í 12. umferð deildarinnar. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld en Valsmenn tóku leikinn þó fljótt yfir. Það var allt annað að sjá lið Vals í dag heldur en það sem af er sumri. Fremstu menn spiluðu frábærlega saman og varnarmenn KA voru í miklu basli með að halda aftur af þeim. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðustu mínútum fyrri hálfleiks að fyrsta markið kom. Andri Adolphsson átti sendingu fyrir markið, Patrick Pedersen var mættur á fjærstöngina og skallaði boltann í netið. Valur fór því með verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn. Kristinn Freyr Sigurðsson gerði leikinn svo þægilegan fyrir Val með því að skora strax í upphafi seinni hálfleiks. Markið kom eftir frábæra sókn Vals sem byrjaði aftur hjá öftustu mönnum og endaði í glæsilegu skoti Kristins. KA ógnaði marki Vals lítið sem ekkert og spurningin um hið margrómaða þriðja mark var ekki svo erfið að svara, allt benti til þess að það félli Valsmegin og það gerði það þegar Andri Adolphsson skoraði á 74. mínútu. Á lokasprettinum urðu Valsmenn aðeins værukærir og fengu á sig mark. Hrannar Björn Steingrímsson náði að halda boltanum inni á vellinum upp við endalínu, þó úr blaðamannastúkunni hafi það virkað ansi tæpt, sendi fyrir á Elfar Árna Aðalsteinsson sem skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur fór með sanngjarnan 3-1 sigur. Valur er nú kominn á þriggja leikja sigurgöngu á meðan KA hefur tapað sínum síðustu þremur í deildinni.Af hverju vann Valur? Að segja að Patrick Pedersen hafi verið lykillinn að þessum sigri er kannski ekki alveg rétt. Hann átti engan stórbrotinn leik, þó vissulega hafi hann verið mjög góður og fær titillinn maður leiksins fyrir mark sitt og til heiðurs tilefnisins, en það var allt annað að sjá til sóknarleiks Vals og stærsta breytan frá því í síðustu leikjum er Pedersen. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni þá voru það engir frábærir yfirburðasigrar. Þeir unnu iðnaðarsigur á Grindavík og þurftu svo sigurmark á síðustu augnablikunum gegn HK. Leikurinn í dag virkaði hins vegar aldrei í hættu og það var hreinn unaður að horfa á sóknarspil Vals á köflum.Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur Patrick Pedersen átti svolítið daginn í dag og hann stóð sig mjög vel. Skoraði mark og átti þátt í báðum hinum mörkum Vals. Hann getur haldið boltanum uppi á topp og spilað honum vel á síðasta þriðjungi. Sóknarmenn Vals áttu allir mjög góðan dag í dag. Samspilið á milli Andra Adolphssonar, Kristins Freys Sigurðssonar, Ólafs Karl Finsen og Patrick var á köflum stórkostlegt og þá var Kaj Leo í Bartalsstovu líka góður á vinstri kantinum, spilið fór bara mikið upp hægra megin.Hvað gekk illa? KA gekk illa að búa sér til færi. Í fljótu bragði koma eitt, tvö færi upp í hugann úr öllum leiknum. Valsmenn spiluðu vissulega mjög vel og voru með yfirburði í leiknum, en KA fékk alveg tækifæri til þess að skapa sér eitthvað en gekk illa að fá alvöru færi og nýta þau. Þá hefur varnarleikur KA ekki verið upp á mikla fiska í síðustu leikjum og hann var ekki beint til útflutnings í dag. Ef ekki hefði verið fyrir nokkrar stórgóðar vörslur frá Kristijan Jajalo hefði munurinn líklega verið meiri.Hvað gerist næst? Valur á næst leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn fá Maribor frá Slóveníu í heimsókn á Hlíðarenda eftir tæpa viku, miðvikudaginn 10. júlí. Um næstu helgi, eftir rúma viku, spila liðin sem eru ekki í Evrópukeppninni leikina sem þau eiga eftir úr 9. umferð. Þá mætir KA í Kórinn og spilar við nýliða HK.Óli Jóh: Hefðum getað skorað fleiri mörk en létum þetta duga „Við spiluðum fínan leik í dag, flottur leikur af okkar hálfu og mjög sanngjarn sigur finnst mér,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Mér fannst við spila hraðan bolta, héldum boltanum vel og sköpuðum okkur fullt af færum og út á það gengur fótboltinn. Við hefðum getað skoðað fleiri mörk en létum þetta gott í dag.“ Þrátt fyrir að sóknarleikur Vals hafi smollið aftur saman í dag vildi Ólafur ekki segja að það væri eingöngu komu Patrick Pedersen að þakka. „Patrick er náttúrulega góður fótboltamaður og við vitum það, en það eru fleiri góðir fótboltamenn í þessu liði og tengingin á liðinu í dag er bara mjög fín.“ „Okkur líður vel núna og þannig viljum við hafa það.“Óli Stefán: Þurfum að kafa ofan í það sem er að fara úrskeiðis varnarlega „Við erum með leikinn í þokkalegu jafnvægi í fyrri hálfleik, fáum ákveðna möguleika þegar við vorum rólegir á bolta og náðum að opna og komast í gegnum fyrstu pressu. Þá fengum við sénsa og á móti liði eins og Val þá þarftu að taka þau tækifæri,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. „Þeir skora síðan á skelfilegum tíma undir lok hálfleiksins og koma þannig leiknum okkar í ójafnvægi. Í seinni hálfleik eigum við svo ekki séns.“ Þetta var þriðji tapleikur KA í röð í deildinni, hvað þarf Óli Stefán að gera til þess að koma sínum mönnum á réttan kjöl? „Við þurfum aðeins að kafa ofan í það sem er að fara úrskeiðs varnarlega.“ „Við fáum á okkur tíu mörk í þremur leikjum og það gefur auga leið að það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Þegar þú ferð á svona móment að þú ert að tapa leikjum þá fer það í sjálfstraustið á mönnum.“ „Við þurfum að finna leiðir til þess að fríska aðeins upp á þetta.“ Óli Stefán þurfti að taka alla þrjá miðverði sína útaf í leiknum vegna meiðsla. Haukur Heiðar Hauksson var búinn að vera tæpur, Callum Williams og Hallgrímur Jónasson meiddust í leiknum. Þrátt fyrir meiðsli í vörninni ætla KA-menn ekki að skoða hreyfingar í félagsskiptaglugganum, í það minnsta ekki eins og er.Pedersen: Frábært að koma til baka með marki á heimavelli „Það er frábært að vera kominn til baka. Að fá heimaleik í fyrsta leiknum og skora mark, ná í þrjú stig, ég er mjög ánægður,“ sagði Patrick Pedersen eftir leikinn. „Ég þekki strákana og þeir þekkja mig vel og mína kosti. Það er mjög auðvelt að finna sinn sess innan liðsins og ég er mjög ánægður með að vera kominn til baka.“ Framherjinn öflugi meiddist aðeins í seinni hálfleik og var svo tekinn af velli stuttu síðar. Hann sagði þó að það væri í lagi með sig. „Ég fékk smá krampa, ég hef ekkert spilað í einn og hálfan mánuð, en ég er í lagi.“ Það má því reikna með danska framherjanum á sínum stað í framlínu Vals þegar Íslandsmeistararnir mæta slóvensku meisturunum í Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku en Pedersen sagðist ekki vita betur en að hann væri gjaldgengur með Val í Meistaradeildinni.Almarr: Þurfum að fá sjálfstraust aftur „Allt of margt,“ sagði Almarr Ormarsson hafa farið úrskeiðis hjá KA í dag. „Við vorum á hælunum og gáfum þeim allt of mikinn tíma á boltann.“ „Sendingarnar okkar voru þvers og kruss og sjaldnast á mann. Þetta var bara alls ekki nógu góður leikur í heildina.“ KA er í nokkuð frjálsu falli þessa dagana, hvað finnst Almarri þeir helst þurfa að gera til þess að komast aftur á rétta braut? „Fyrst og fremst að fara að fá sjálfstraust aðeins aftur.“ „Þora að spila þann fótbolta sem við vorum að spila í upphafi móts og í vetur þegar það gekk betur. Við getum alveg spilað mikið betur og þetta og þurfum bara aðeins að minna okkur á að við getum það og fá það í gang.“ Pepsi Max-deild karla
Patrick Pedersen sneri aftur í Pepsi Max deildina með látum og skoraði í sínum fyrsta leik í sumar þegar Valur lagði KA á heimavelli í 12. umferð deildarinnar. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld en Valsmenn tóku leikinn þó fljótt yfir. Það var allt annað að sjá lið Vals í dag heldur en það sem af er sumri. Fremstu menn spiluðu frábærlega saman og varnarmenn KA voru í miklu basli með að halda aftur af þeim. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðustu mínútum fyrri hálfleiks að fyrsta markið kom. Andri Adolphsson átti sendingu fyrir markið, Patrick Pedersen var mættur á fjærstöngina og skallaði boltann í netið. Valur fór því með verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn. Kristinn Freyr Sigurðsson gerði leikinn svo þægilegan fyrir Val með því að skora strax í upphafi seinni hálfleiks. Markið kom eftir frábæra sókn Vals sem byrjaði aftur hjá öftustu mönnum og endaði í glæsilegu skoti Kristins. KA ógnaði marki Vals lítið sem ekkert og spurningin um hið margrómaða þriðja mark var ekki svo erfið að svara, allt benti til þess að það félli Valsmegin og það gerði það þegar Andri Adolphsson skoraði á 74. mínútu. Á lokasprettinum urðu Valsmenn aðeins værukærir og fengu á sig mark. Hrannar Björn Steingrímsson náði að halda boltanum inni á vellinum upp við endalínu, þó úr blaðamannastúkunni hafi það virkað ansi tæpt, sendi fyrir á Elfar Árna Aðalsteinsson sem skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur fór með sanngjarnan 3-1 sigur. Valur er nú kominn á þriggja leikja sigurgöngu á meðan KA hefur tapað sínum síðustu þremur í deildinni.Af hverju vann Valur? Að segja að Patrick Pedersen hafi verið lykillinn að þessum sigri er kannski ekki alveg rétt. Hann átti engan stórbrotinn leik, þó vissulega hafi hann verið mjög góður og fær titillinn maður leiksins fyrir mark sitt og til heiðurs tilefnisins, en það var allt annað að sjá til sóknarleiks Vals og stærsta breytan frá því í síðustu leikjum er Pedersen. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni þá voru það engir frábærir yfirburðasigrar. Þeir unnu iðnaðarsigur á Grindavík og þurftu svo sigurmark á síðustu augnablikunum gegn HK. Leikurinn í dag virkaði hins vegar aldrei í hættu og það var hreinn unaður að horfa á sóknarspil Vals á köflum.Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur Patrick Pedersen átti svolítið daginn í dag og hann stóð sig mjög vel. Skoraði mark og átti þátt í báðum hinum mörkum Vals. Hann getur haldið boltanum uppi á topp og spilað honum vel á síðasta þriðjungi. Sóknarmenn Vals áttu allir mjög góðan dag í dag. Samspilið á milli Andra Adolphssonar, Kristins Freys Sigurðssonar, Ólafs Karl Finsen og Patrick var á köflum stórkostlegt og þá var Kaj Leo í Bartalsstovu líka góður á vinstri kantinum, spilið fór bara mikið upp hægra megin.Hvað gekk illa? KA gekk illa að búa sér til færi. Í fljótu bragði koma eitt, tvö færi upp í hugann úr öllum leiknum. Valsmenn spiluðu vissulega mjög vel og voru með yfirburði í leiknum, en KA fékk alveg tækifæri til þess að skapa sér eitthvað en gekk illa að fá alvöru færi og nýta þau. Þá hefur varnarleikur KA ekki verið upp á mikla fiska í síðustu leikjum og hann var ekki beint til útflutnings í dag. Ef ekki hefði verið fyrir nokkrar stórgóðar vörslur frá Kristijan Jajalo hefði munurinn líklega verið meiri.Hvað gerist næst? Valur á næst leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn fá Maribor frá Slóveníu í heimsókn á Hlíðarenda eftir tæpa viku, miðvikudaginn 10. júlí. Um næstu helgi, eftir rúma viku, spila liðin sem eru ekki í Evrópukeppninni leikina sem þau eiga eftir úr 9. umferð. Þá mætir KA í Kórinn og spilar við nýliða HK.Óli Jóh: Hefðum getað skorað fleiri mörk en létum þetta duga „Við spiluðum fínan leik í dag, flottur leikur af okkar hálfu og mjög sanngjarn sigur finnst mér,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Mér fannst við spila hraðan bolta, héldum boltanum vel og sköpuðum okkur fullt af færum og út á það gengur fótboltinn. Við hefðum getað skoðað fleiri mörk en létum þetta gott í dag.“ Þrátt fyrir að sóknarleikur Vals hafi smollið aftur saman í dag vildi Ólafur ekki segja að það væri eingöngu komu Patrick Pedersen að þakka. „Patrick er náttúrulega góður fótboltamaður og við vitum það, en það eru fleiri góðir fótboltamenn í þessu liði og tengingin á liðinu í dag er bara mjög fín.“ „Okkur líður vel núna og þannig viljum við hafa það.“Óli Stefán: Þurfum að kafa ofan í það sem er að fara úrskeiðis varnarlega „Við erum með leikinn í þokkalegu jafnvægi í fyrri hálfleik, fáum ákveðna möguleika þegar við vorum rólegir á bolta og náðum að opna og komast í gegnum fyrstu pressu. Þá fengum við sénsa og á móti liði eins og Val þá þarftu að taka þau tækifæri,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. „Þeir skora síðan á skelfilegum tíma undir lok hálfleiksins og koma þannig leiknum okkar í ójafnvægi. Í seinni hálfleik eigum við svo ekki séns.“ Þetta var þriðji tapleikur KA í röð í deildinni, hvað þarf Óli Stefán að gera til þess að koma sínum mönnum á réttan kjöl? „Við þurfum aðeins að kafa ofan í það sem er að fara úrskeiðs varnarlega.“ „Við fáum á okkur tíu mörk í þremur leikjum og það gefur auga leið að það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Þegar þú ferð á svona móment að þú ert að tapa leikjum þá fer það í sjálfstraustið á mönnum.“ „Við þurfum að finna leiðir til þess að fríska aðeins upp á þetta.“ Óli Stefán þurfti að taka alla þrjá miðverði sína útaf í leiknum vegna meiðsla. Haukur Heiðar Hauksson var búinn að vera tæpur, Callum Williams og Hallgrímur Jónasson meiddust í leiknum. Þrátt fyrir meiðsli í vörninni ætla KA-menn ekki að skoða hreyfingar í félagsskiptaglugganum, í það minnsta ekki eins og er.Pedersen: Frábært að koma til baka með marki á heimavelli „Það er frábært að vera kominn til baka. Að fá heimaleik í fyrsta leiknum og skora mark, ná í þrjú stig, ég er mjög ánægður,“ sagði Patrick Pedersen eftir leikinn. „Ég þekki strákana og þeir þekkja mig vel og mína kosti. Það er mjög auðvelt að finna sinn sess innan liðsins og ég er mjög ánægður með að vera kominn til baka.“ Framherjinn öflugi meiddist aðeins í seinni hálfleik og var svo tekinn af velli stuttu síðar. Hann sagði þó að það væri í lagi með sig. „Ég fékk smá krampa, ég hef ekkert spilað í einn og hálfan mánuð, en ég er í lagi.“ Það má því reikna með danska framherjanum á sínum stað í framlínu Vals þegar Íslandsmeistararnir mæta slóvensku meisturunum í Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku en Pedersen sagðist ekki vita betur en að hann væri gjaldgengur með Val í Meistaradeildinni.Almarr: Þurfum að fá sjálfstraust aftur „Allt of margt,“ sagði Almarr Ormarsson hafa farið úrskeiðis hjá KA í dag. „Við vorum á hælunum og gáfum þeim allt of mikinn tíma á boltann.“ „Sendingarnar okkar voru þvers og kruss og sjaldnast á mann. Þetta var bara alls ekki nógu góður leikur í heildina.“ KA er í nokkuð frjálsu falli þessa dagana, hvað finnst Almarri þeir helst þurfa að gera til þess að komast aftur á rétta braut? „Fyrst og fremst að fara að fá sjálfstraust aðeins aftur.“ „Þora að spila þann fótbolta sem við vorum að spila í upphafi móts og í vetur þegar það gekk betur. Við getum alveg spilað mikið betur og þetta og þurfum bara aðeins að minna okkur á að við getum það og fá það í gang.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti