Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:49 Rouhani, forseti Írans, þrýstir nú á Evrópuríki að verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður. Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á. Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir. Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu. Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters. Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður. Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á. Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir. Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu. Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters. Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34
Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30