Komnir út úr skugga Knicks Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. júlí 2019 20:30 Kevin Durant og Kyrie Irving voru liðsfélagar í bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Mike Ehrmann Brooklyn Nets nældi í tvo feitustu bitana á leikmannamarkaðnum í NBA þegar Kyrie Irving og Kevin Durant skrifuðu undir samninga. Loksins er Nets komið úr skugga nágranna sinna í New York Knicks. Leikmannamarkaður NBA-deildarinnar opnaðist á ný á miðnætti 1. júlí og komu strax tilkynningar um að stórstjörnur væru á faraldsfæti. Stærstur hluti þeirra stjörnuleikmanna sem voru með lausa samninga hafa gengið frá sínum málum en Kawhi Leonard, sem færði Toronto Raptors sinn fyrsta meistaratitil á dögunum, liggur enn undir feldi. Stærsta breytingin var á liði Brooklyn Nets sem krækti í þrjár stjörnur og er með eitt sterkasta lið deildarinnar á pappírum. Hlutirnir eru fljótir að breytast í New York, nágrannar Brooklyn í New York Knicks ollu enn eitt sumarið vonbrigðum og tefla fram liði sem þykir ekki líklegt til afreka á næsta tímabili. Ljóst er að landslagið er breytt í NBA-deildinni og í fyrsta sinn í langan tíma er afar erfitt að spá fyrir um hvaða lið fara alla leið næsta vor síðan Golden State Warriors vann fyrsta titilinn sinn árið 2015. Sviðsljósið í New York hefur alltaf verið á liði Knicks, háværu nágrönnum Nets. Liðin eru 46 ár síðan Knicks vann seinni meistaratitil sinn en aðdáendur liðsins láta sig dreyma um að fá stórstjörnur sem myndu reisa félagið aftur í hæstu hæðir. Á hverju ári eru stærstu stjörnurnar orðaðar við Knicks en í vor eru tuttugu ár liðin síðan Knicks lék síðast til úrslita. Lið Nets komst næst því að landa fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins árið 2003. Þá lék Nets, þá í New Jersey undir handleiðslu leikstjórnandans Jason Kidd til úrslita í NBA-deildinni tvö ár í röð, en uppskeran var sú sama bæði árin, silfurverðlaun.Kyrie Irving og Kevin Durant á ferðinni í leik með bandaríska landsliðinu á ÓL í Ríó 2016.Getty/Jean CatuffeEftir að ákvörðun var tekin um að liðið færi til Brooklyn hafði rússneski auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov háleit markmið fyrir félagið. Nets samdi við fjölmargar stjörnur og veðsetti framtíðareignir sínar í von um skammvinnan árangur með því að semja við stjörnur sem voru á síðustu metrunum og mistókst tilraun Nets hrapallega. Fyrir vikið var farið í enduruppbyggingu sem náði hámarki á síðasta ári þegar D’Angelo Russell leiddi liðið í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fjögur ár þar sem liðið féll úr leik í annarri umferð. Nú er félagið komið með blóð á tennurnar og sendi Russell yfir til Golden State Warriors eftir að hafa samið við Kyrie Irving,, Kevin Durant og miðherjann sterka DeAndre Jordan. Irving er ætlað, líkt og hjá Cleveland þar sem hann var annar kostur á eftir LeBron James, að aðstoða Kevin Durant við að færa liðið í nýjar hæðir í átt að fyrsta meistaratitlinum. Það er viss áhætta sem Nets er að taka að semja við Durant sem verður 31 ára í haust og sleit hásin á dögunum. Óvíst er með þátttöku Durants á næsta tímabili enda talið að endurhæfingartímabilið sé um níu mánuðir. Durant hefur verið um árabil einn besti leikmaður deildarinnar. Ásamt því að vera ein besta skytta deildarinnar er nánast ómögulegt fyrir einn einstakling að verjast honum sem ætti að gefa Irving frjálsræði til að halda sóknarleik Nets flæðandi. Takist Durant að ná heilsu fyrir næstu úrslitakeppni er erfitt að sjá lið úr Austurdeildinni stöðva lið Nets. Eftir meistaratitil Raptors í vor eru ellefu lið eftir sem hafa aldrei unnið titilinn í NBA. Nets er eitt þeirra en augljóst er að stjórnarformenn liðsins eru með háleit markmið um að binda enda á þá bið. Birtist í Fréttablaðinu NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Brooklyn Nets nældi í tvo feitustu bitana á leikmannamarkaðnum í NBA þegar Kyrie Irving og Kevin Durant skrifuðu undir samninga. Loksins er Nets komið úr skugga nágranna sinna í New York Knicks. Leikmannamarkaður NBA-deildarinnar opnaðist á ný á miðnætti 1. júlí og komu strax tilkynningar um að stórstjörnur væru á faraldsfæti. Stærstur hluti þeirra stjörnuleikmanna sem voru með lausa samninga hafa gengið frá sínum málum en Kawhi Leonard, sem færði Toronto Raptors sinn fyrsta meistaratitil á dögunum, liggur enn undir feldi. Stærsta breytingin var á liði Brooklyn Nets sem krækti í þrjár stjörnur og er með eitt sterkasta lið deildarinnar á pappírum. Hlutirnir eru fljótir að breytast í New York, nágrannar Brooklyn í New York Knicks ollu enn eitt sumarið vonbrigðum og tefla fram liði sem þykir ekki líklegt til afreka á næsta tímabili. Ljóst er að landslagið er breytt í NBA-deildinni og í fyrsta sinn í langan tíma er afar erfitt að spá fyrir um hvaða lið fara alla leið næsta vor síðan Golden State Warriors vann fyrsta titilinn sinn árið 2015. Sviðsljósið í New York hefur alltaf verið á liði Knicks, háværu nágrönnum Nets. Liðin eru 46 ár síðan Knicks vann seinni meistaratitil sinn en aðdáendur liðsins láta sig dreyma um að fá stórstjörnur sem myndu reisa félagið aftur í hæstu hæðir. Á hverju ári eru stærstu stjörnurnar orðaðar við Knicks en í vor eru tuttugu ár liðin síðan Knicks lék síðast til úrslita. Lið Nets komst næst því að landa fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins árið 2003. Þá lék Nets, þá í New Jersey undir handleiðslu leikstjórnandans Jason Kidd til úrslita í NBA-deildinni tvö ár í röð, en uppskeran var sú sama bæði árin, silfurverðlaun.Kyrie Irving og Kevin Durant á ferðinni í leik með bandaríska landsliðinu á ÓL í Ríó 2016.Getty/Jean CatuffeEftir að ákvörðun var tekin um að liðið færi til Brooklyn hafði rússneski auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov háleit markmið fyrir félagið. Nets samdi við fjölmargar stjörnur og veðsetti framtíðareignir sínar í von um skammvinnan árangur með því að semja við stjörnur sem voru á síðustu metrunum og mistókst tilraun Nets hrapallega. Fyrir vikið var farið í enduruppbyggingu sem náði hámarki á síðasta ári þegar D’Angelo Russell leiddi liðið í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fjögur ár þar sem liðið féll úr leik í annarri umferð. Nú er félagið komið með blóð á tennurnar og sendi Russell yfir til Golden State Warriors eftir að hafa samið við Kyrie Irving,, Kevin Durant og miðherjann sterka DeAndre Jordan. Irving er ætlað, líkt og hjá Cleveland þar sem hann var annar kostur á eftir LeBron James, að aðstoða Kevin Durant við að færa liðið í nýjar hæðir í átt að fyrsta meistaratitlinum. Það er viss áhætta sem Nets er að taka að semja við Durant sem verður 31 ára í haust og sleit hásin á dögunum. Óvíst er með þátttöku Durants á næsta tímabili enda talið að endurhæfingartímabilið sé um níu mánuðir. Durant hefur verið um árabil einn besti leikmaður deildarinnar. Ásamt því að vera ein besta skytta deildarinnar er nánast ómögulegt fyrir einn einstakling að verjast honum sem ætti að gefa Irving frjálsræði til að halda sóknarleik Nets flæðandi. Takist Durant að ná heilsu fyrir næstu úrslitakeppni er erfitt að sjá lið úr Austurdeildinni stöðva lið Nets. Eftir meistaratitil Raptors í vor eru ellefu lið eftir sem hafa aldrei unnið titilinn í NBA. Nets er eitt þeirra en augljóst er að stjórnarformenn liðsins eru með háleit markmið um að binda enda á þá bið.
Birtist í Fréttablaðinu NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum