Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Sigrún Elva Einarsdóttir og Birna Þórisdóttir og Ásgeir R. Helgason skrifa 2. júlí 2019 07:15 Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar