Sendi nektarmyndir á vinkonu fyrrverandi kærustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 13:56 Hinn dæmdi bar að hann hefði hitt vinkonur kærustunnar á skemmtistað á Akureyri þar sem önnur hefði hrækt á hann. Í annað skiptið hefði verið sparkað í hann. Vinkonan þvertók fyrir slíka hegðun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér. Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér.
Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira