Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. júlí 2019 22:00 KR-ingar fagna marki Kristins Jónssonar. vísir/bára KR sigraði Breiðablik 2-0 í kvöld á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Það var ljóst fyrir leik að sigurliðið yrði á toppnum þegar mótið væri hálfnað. Það sást vel á mönnum að það var mikið undir og leikurinn fór nokkuð rólega á stað en fyrsta skotið kom þó á 4. mínútu þegar Kennie Chopart átti skot framhjá markinu. KR skoraði fyrsta mark leiksins á 8.mínútu en þá tók Atli Sigurjónsson stutta hornspyrnu á Kristinn Jónsson. Hann tók boltann og sólaði einn mann áður en hann setti boltann innanfótar alveg út við stöng, óverjandi fyrir Gunnleif í marki Blika sem meiddist þegar markið kom, 1-0 fyrir KR og gestirnir misstu Gulla útaf í leiðinni. Hlynur Örn Hlöðversson leysti hann af hólmi en hann átti aðeins 1 leik að baki í efstu deild og því stór prófraun fyrir hann. Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta en áfram var KR með öll völd á vellinum og gestirnir í töluverðum vandræðum með að skapa sér færi. Það var mikil barátta og átök í leiknum en Ívar Orri dómari leiksins var lítið í því að spjalda menn í fyrri hálfleik. KR átti síðan seinasta færið í fyrri hálfleik þegar Atli Sigurjónsson átti skot á nærstöngina sem Hlynur varði í stöngina og útaf. KR varð fyrir áfalli í uppbótartíma þegar Alex Freyr Hilmarsson meiddist illa og óttast menn það versta. Seinni hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill en Breiðablik fékk dauðafæri á 58.mínútu þegar Thomas Mikkelsen var í dauðafæri inn á teignum en Beitir Ólafsson varði meistaralega og bjargaði sínum mönnum. Stuttu eftir þetta kom annað mark KR en þá skoraði Óskar Örn Hauksson. Hann fékk alltof mikið pláss rétt fyrir utan teig Blika og hann lét ekki bjóða sér það og tók eina neglu beint á markið sem Hlynur átti að verja en einhvern veginn missti hann boltann inn! Mjög slysalegt hjá markmanni Blika og rándýrt fyrir gestina. Þeir reyndu að minnka muninn og koma sér inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér nein hættuleg færi og því fór sem fór! 2-0 urðu lokatölurnar og sanngjarnan sigur KR í stórleik umferðarinnar!Óskar Örn innsiglaði sigur KR-inga.vísir/báraAf hverju vann KR?Þeir voru ákveðnari og grimmari í alla bolta og ætluðu sér sigurinn. Blikar voru ekki sjálfum sér líkir og voru alls ekki nógu góðir í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Hjá KR var Kristinn Jónsson maður leiksins, hann var mjög öruggur varnarlega og skoraði þetta glæsilega mark sem kom sínum mönnum yfir. Hvað gekk illa?Sóknarleikur Blika og þeirra leikur yfirhöfuð var alls ekki góður. Arnar Sveinn Geirsson var í veseni í bakverðinum og Guðjón Pétur Lýðsson átti líklega sinn slakasta leik í sumar. Hlynur Örn átti að gera betur í öðru markinu sem gerði út um leikinn fyrir gestina.Hvað gerist næst?KR fer til Vestmannaeyjar og mætir ÍBV þann 6.júlí á meðan Breiðablik tekur á móti HK í Kópavogsslag þann 7.júlí. Ágústi fannst leikurinn á Meistaravöllum slakur, þá sérstaklega af Blika hálfu.vísir/báraÁgúst: Ekki að sjá að þetta væru toppliðinÁgúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna gegn KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2.sæti, 4 stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.” Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur.” „Thomas Mikkelsen fær 2 dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.” Gústi gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins 11.mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Hann var heiðarlegur varðandi seinna markið og sagði að Hlynur í markinu hefði klárlega átt að gera betur þar. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.” Gústi sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Strákarnir hans Rúnars hafa unnið níu leiki í röð í deild og bikar.vísir/báraRúnar: Sem betur fer drógum við lengsta stráiðRúnar Kristinsson þjálfari KR var mjög ánægður með sigur sinna manna gegn Breiðablik í kvöld. Eftir sigurinn eru þeir með 4 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar mótið er hálfnað! „Ég er mjög ánægður. Þetta var erfiður leikur og Blikarnir voru góðir og meira með boltann en við vörðumst mjög vel og nýttum okkar færi. Hefðum getað skorað fleiri mörk og mér fannst við fá mun hættulegri færi en þeir.” „Þeir gerðu sig líklega í seinni hálfleik og dældu boltanum inn í teig en við vörðumst vel. Þeir fengu eitt dauðafæri en Beitir varði það frábærlega þegar staðan er 1-0 fyrir okkur.” Það var mikið talað um þennan leik og vægi hans en það verður að segja eins og er að það vantaði töluvert upp á gæðin í kvöld. Rúnari var svosem sama um það því það eru stigin 3 sem telja. „Jú, mér er nokk sama. Auðvitað viljum við bjóða upp á flottan fótbolta en þetta var bara svona erfið rimma fyrir bæði lið. Við spiluðum ekkert sérstaklega vel og vörðumst meira og reyndum að loka á spila Blika.” „Vorum aðeins á hælunum í fyrri hálfleik og hefðum getað gert betur en á endanum snýst þetta um 3 stig sama hvernig við gerum það. Auðvitað viljum við bjóða upp á skemmtun líka en þetta var bara týpískur toppslagur. 2 lið sem vilja vera á toppnum og sem betur fer drógum við lengsta stráið.” KR tapaði í 4.umferð í Grindavík en síðan þá hefur liðið unnið 7 leiki í röð. Rúnar sagði að þeir hefðu ekki breytt neinu eftir þann leik og trúin hefur alltaf verið til staðar. „Það var ekki neitt sem breyttist, við héldum bara áfram. Við vissum að þetta væri til staðar í liðinu okkar og við vorum góðir í allan vetur og þetta ár hefur verið mjög gott hjá okkur. Trúin fór aldrei frá okkur, við gerðum bara mistök í Grindavík og við stigum bara upp eftir það og því hefur þetta verið upp á við hjá okkur.” Rúnar sagði að lokum að meiðslin hjá Alexi Frey Hilmarssyni líti ekki vel út og menn óttast það versta. „Ég veit ekki með Óskar, hvað er að hrjá hann en Alex Freyr er illa haldinn og hann fór upp á spítala og menn hræðast það versta. Hnéð á honum leit ekki vel út en ég ætla ekki að halda neinu fram, við vonum það besta en við óttumst það versta,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla
KR sigraði Breiðablik 2-0 í kvöld á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Það var ljóst fyrir leik að sigurliðið yrði á toppnum þegar mótið væri hálfnað. Það sást vel á mönnum að það var mikið undir og leikurinn fór nokkuð rólega á stað en fyrsta skotið kom þó á 4. mínútu þegar Kennie Chopart átti skot framhjá markinu. KR skoraði fyrsta mark leiksins á 8.mínútu en þá tók Atli Sigurjónsson stutta hornspyrnu á Kristinn Jónsson. Hann tók boltann og sólaði einn mann áður en hann setti boltann innanfótar alveg út við stöng, óverjandi fyrir Gunnleif í marki Blika sem meiddist þegar markið kom, 1-0 fyrir KR og gestirnir misstu Gulla útaf í leiðinni. Hlynur Örn Hlöðversson leysti hann af hólmi en hann átti aðeins 1 leik að baki í efstu deild og því stór prófraun fyrir hann. Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta en áfram var KR með öll völd á vellinum og gestirnir í töluverðum vandræðum með að skapa sér færi. Það var mikil barátta og átök í leiknum en Ívar Orri dómari leiksins var lítið í því að spjalda menn í fyrri hálfleik. KR átti síðan seinasta færið í fyrri hálfleik þegar Atli Sigurjónsson átti skot á nærstöngina sem Hlynur varði í stöngina og útaf. KR varð fyrir áfalli í uppbótartíma þegar Alex Freyr Hilmarsson meiddist illa og óttast menn það versta. Seinni hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill en Breiðablik fékk dauðafæri á 58.mínútu þegar Thomas Mikkelsen var í dauðafæri inn á teignum en Beitir Ólafsson varði meistaralega og bjargaði sínum mönnum. Stuttu eftir þetta kom annað mark KR en þá skoraði Óskar Örn Hauksson. Hann fékk alltof mikið pláss rétt fyrir utan teig Blika og hann lét ekki bjóða sér það og tók eina neglu beint á markið sem Hlynur átti að verja en einhvern veginn missti hann boltann inn! Mjög slysalegt hjá markmanni Blika og rándýrt fyrir gestina. Þeir reyndu að minnka muninn og koma sér inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér nein hættuleg færi og því fór sem fór! 2-0 urðu lokatölurnar og sanngjarnan sigur KR í stórleik umferðarinnar!Óskar Örn innsiglaði sigur KR-inga.vísir/báraAf hverju vann KR?Þeir voru ákveðnari og grimmari í alla bolta og ætluðu sér sigurinn. Blikar voru ekki sjálfum sér líkir og voru alls ekki nógu góðir í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Hjá KR var Kristinn Jónsson maður leiksins, hann var mjög öruggur varnarlega og skoraði þetta glæsilega mark sem kom sínum mönnum yfir. Hvað gekk illa?Sóknarleikur Blika og þeirra leikur yfirhöfuð var alls ekki góður. Arnar Sveinn Geirsson var í veseni í bakverðinum og Guðjón Pétur Lýðsson átti líklega sinn slakasta leik í sumar. Hlynur Örn átti að gera betur í öðru markinu sem gerði út um leikinn fyrir gestina.Hvað gerist næst?KR fer til Vestmannaeyjar og mætir ÍBV þann 6.júlí á meðan Breiðablik tekur á móti HK í Kópavogsslag þann 7.júlí. Ágústi fannst leikurinn á Meistaravöllum slakur, þá sérstaklega af Blika hálfu.vísir/báraÁgúst: Ekki að sjá að þetta væru toppliðinÁgúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna gegn KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2.sæti, 4 stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.” Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur.” „Thomas Mikkelsen fær 2 dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.” Gústi gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins 11.mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Hann var heiðarlegur varðandi seinna markið og sagði að Hlynur í markinu hefði klárlega átt að gera betur þar. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.” Gústi sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Strákarnir hans Rúnars hafa unnið níu leiki í röð í deild og bikar.vísir/báraRúnar: Sem betur fer drógum við lengsta stráiðRúnar Kristinsson þjálfari KR var mjög ánægður með sigur sinna manna gegn Breiðablik í kvöld. Eftir sigurinn eru þeir með 4 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar mótið er hálfnað! „Ég er mjög ánægður. Þetta var erfiður leikur og Blikarnir voru góðir og meira með boltann en við vörðumst mjög vel og nýttum okkar færi. Hefðum getað skorað fleiri mörk og mér fannst við fá mun hættulegri færi en þeir.” „Þeir gerðu sig líklega í seinni hálfleik og dældu boltanum inn í teig en við vörðumst vel. Þeir fengu eitt dauðafæri en Beitir varði það frábærlega þegar staðan er 1-0 fyrir okkur.” Það var mikið talað um þennan leik og vægi hans en það verður að segja eins og er að það vantaði töluvert upp á gæðin í kvöld. Rúnari var svosem sama um það því það eru stigin 3 sem telja. „Jú, mér er nokk sama. Auðvitað viljum við bjóða upp á flottan fótbolta en þetta var bara svona erfið rimma fyrir bæði lið. Við spiluðum ekkert sérstaklega vel og vörðumst meira og reyndum að loka á spila Blika.” „Vorum aðeins á hælunum í fyrri hálfleik og hefðum getað gert betur en á endanum snýst þetta um 3 stig sama hvernig við gerum það. Auðvitað viljum við bjóða upp á skemmtun líka en þetta var bara týpískur toppslagur. 2 lið sem vilja vera á toppnum og sem betur fer drógum við lengsta stráið.” KR tapaði í 4.umferð í Grindavík en síðan þá hefur liðið unnið 7 leiki í röð. Rúnar sagði að þeir hefðu ekki breytt neinu eftir þann leik og trúin hefur alltaf verið til staðar. „Það var ekki neitt sem breyttist, við héldum bara áfram. Við vissum að þetta væri til staðar í liðinu okkar og við vorum góðir í allan vetur og þetta ár hefur verið mjög gott hjá okkur. Trúin fór aldrei frá okkur, við gerðum bara mistök í Grindavík og við stigum bara upp eftir það og því hefur þetta verið upp á við hjá okkur.” Rúnar sagði að lokum að meiðslin hjá Alexi Frey Hilmarssyni líti ekki vel út og menn óttast það versta. „Ég veit ekki með Óskar, hvað er að hrjá hann en Alex Freyr er illa haldinn og hann fór upp á spítala og menn hræðast það versta. Hnéð á honum leit ekki vel út en ég ætla ekki að halda neinu fram, við vonum það besta en við óttumst það versta,” sagði Rúnar að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti