Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 12:51 Donald Trump og Stormy Daniels. Vísir/Getty Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58