Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:45 Queen Mary 2 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. vísir/vilhelm Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent