Cloé hefur verið einn besti leikmaður efstu deildar hér á landi síðustu ár og hefur spilað með ÍBV frá því árið 2015. Hún á að baki 89 leiki með ÍBV þar sem hún hefur skorað 60 mörk.
ÍBV hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar og er í fallbaráttu, í áttunda sæti með níu stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Cloé er 26 ára og fædd og uppalin í Kanada en fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr í sumar og er því gjaldgeng í íslenska landsliðið.
Hún gerir tveggja ára samning við Benfica, sem mun spila í úrvalsdeildinni í Portúgal á næsta tímabili eftir að hafa unnið B-deildina í vor.
Bem-vinda, Cloé Lacasse!#Inspiradoras#SLBenficaFempic.twitter.com/uSDXo3rw8I
— SL Benfica (@SLBenfica) July 19, 2019