Forrit geta nálgast meiri upplýsingar en notendur gefa leyfi fyrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 11:17 FaceApp hefur vakið upp spurningar um mögulega gagnadreifingu vegna þjónustuskilmála forritsins. getty/Nasir Kachroo Það hefur varla farið fram hjá neinum að einhvers konar æði hefur gripið um sig í tengslum við snjallforritið FaceApp en það breytir andlitum fólks til að sýna því hvernig það muni líta út síðar á ævinni. Forritið hefur tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga en það sem hefur einnig vakið athygli eru þjónustuskilmálar þess, sem líkjast nokkuð þjónustuskilmálum flestra samfélagsmiðla. Með því að samþykkja þjónustuskilmálana gefur fólk forritinu heimild til að nálgast myndir og myndavél símans, nota andlitsmyndirnar sjálfar og nöfn einstaklinganna á hvern þann hátt sem forritið, eða heldur eigendur þess, óska eins lengi og þeir telja upplýsingarnar nothæfar.Gagnadreifing snjallforrita ekki ný af nálinni FaceApp er í eigu rússneska fyrirtækisins Wireless Labs og kann það að útskýra áhyggjuraddir sem hafa hljómað, enda er það okkur á vesturlöndum innrætt að hræðast allt sem kemur frá Rússlandi eða Kína. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings lýsti yfir áhyggjum sínum og krafði bandarísku Alríkislögregluna um að rannsaka forritið, enda gætu upplýsingarnar verið notaðar af rússnesku leyniþjónustunni, kysi FaceApp að selja andlitin þangað.BIG: Share if you used #FaceApp:The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks nowBecause millions of Americans have used itIt's owned by a Russia-based companyAnd users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr— Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 „Það gæti verið að andlitið þitt birtist á auglýsingaskilti einhvers staðar í Moskvu en líklegast er að það muni þjálfa gervigreind til að geta greint andlit,“ skrifaði Peter Kostadinov, blaðamaður hjá PhoneArena, í grein sinni um FaceApp. Snemma á síðasta ári opinberaðist hvernig fyrirtækið Cambridge Analytica hafði notað upplýsingar um notendur Facebook í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Farnar voru krókarleiðir til að kaupa upplýsingarnar af Facebokk undir því yfirskini að þær yrðu notaðar í rannsóknartilgangi. Til að breyta myndunum eru þær sendar til vefþjóna út í heimi, sem flestir eru á vegum Amazon í Bandaríkjunum. Þegar myndunum hefur verið breytt eru þær sendar aftur í símana. Þessum myndum er, samkvæmt FaceApp, eytt af vefþjónunum innan tveggja sólarhringa eftir að þær berast en eftir verða upplýsingar sem hægt er að nota í þjálfun gervigreindar.Regluleg tiltekt í snjalltækjum mikilvæg Skaðleg áhrif gagnasöfnunarinnar er alls óvís eins og Árni Jón Eggertsson komst að orði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég veit það ekki [hvort þetta geti verið skaðlegt fyrir einstaklinga], þú ert væntanlega með Snapchat á símanum þínum og Instagram, Messenger, WhatsApp og kannski Facebook og þegar þú setur upp öll þessi forrit leyfirðu þeim öllum að hafa aðgang að nánast öllu því sem þú geymir í tækinu þínu.“ „Það eru kannski allt aðrir aðilar sem eru búnir að hafa miklu lengri aðgang að öllum myndunum þínum en þig nokkurn tíma grunar,“ bætti hann við. Hann sagði mikilvægt að fólk tæki reglulega til í símunum sínum og eyddi þeim forritum sem væru ekki lengur í notkun. Forritin gætu fengið miklu meiri aðgang en notandi hafi upphaflega samþykkt þegar það uppfærði sig. Forritið hefur einnig leyfi til að nota myndirnar í auglýsingaskini fyrir sjálft sig líkt og önnur forrit, til dæmis Twitter. Forritin Snapchat og Instagram nota svipaða gervigreind og FaceApp notar til að breyta andlitum notenda sinna t.d. til að setja kattareyru og veiðihár á myndirnar. Þjónustuskilmálar þeirra forrita eru alls ekki ósvipaðir skilmálum FaceApp. Bandaríkin Bítið Rússland Tækni Tengdar fréttir Vill að FBI rannsaki FaceApp Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, ChucK Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum. 18. júlí 2019 07:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að einhvers konar æði hefur gripið um sig í tengslum við snjallforritið FaceApp en það breytir andlitum fólks til að sýna því hvernig það muni líta út síðar á ævinni. Forritið hefur tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga en það sem hefur einnig vakið athygli eru þjónustuskilmálar þess, sem líkjast nokkuð þjónustuskilmálum flestra samfélagsmiðla. Með því að samþykkja þjónustuskilmálana gefur fólk forritinu heimild til að nálgast myndir og myndavél símans, nota andlitsmyndirnar sjálfar og nöfn einstaklinganna á hvern þann hátt sem forritið, eða heldur eigendur þess, óska eins lengi og þeir telja upplýsingarnar nothæfar.Gagnadreifing snjallforrita ekki ný af nálinni FaceApp er í eigu rússneska fyrirtækisins Wireless Labs og kann það að útskýra áhyggjuraddir sem hafa hljómað, enda er það okkur á vesturlöndum innrætt að hræðast allt sem kemur frá Rússlandi eða Kína. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings lýsti yfir áhyggjum sínum og krafði bandarísku Alríkislögregluna um að rannsaka forritið, enda gætu upplýsingarnar verið notaðar af rússnesku leyniþjónustunni, kysi FaceApp að selja andlitin þangað.BIG: Share if you used #FaceApp:The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks nowBecause millions of Americans have used itIt's owned by a Russia-based companyAnd users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr— Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 „Það gæti verið að andlitið þitt birtist á auglýsingaskilti einhvers staðar í Moskvu en líklegast er að það muni þjálfa gervigreind til að geta greint andlit,“ skrifaði Peter Kostadinov, blaðamaður hjá PhoneArena, í grein sinni um FaceApp. Snemma á síðasta ári opinberaðist hvernig fyrirtækið Cambridge Analytica hafði notað upplýsingar um notendur Facebook í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Farnar voru krókarleiðir til að kaupa upplýsingarnar af Facebokk undir því yfirskini að þær yrðu notaðar í rannsóknartilgangi. Til að breyta myndunum eru þær sendar til vefþjóna út í heimi, sem flestir eru á vegum Amazon í Bandaríkjunum. Þegar myndunum hefur verið breytt eru þær sendar aftur í símana. Þessum myndum er, samkvæmt FaceApp, eytt af vefþjónunum innan tveggja sólarhringa eftir að þær berast en eftir verða upplýsingar sem hægt er að nota í þjálfun gervigreindar.Regluleg tiltekt í snjalltækjum mikilvæg Skaðleg áhrif gagnasöfnunarinnar er alls óvís eins og Árni Jón Eggertsson komst að orði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég veit það ekki [hvort þetta geti verið skaðlegt fyrir einstaklinga], þú ert væntanlega með Snapchat á símanum þínum og Instagram, Messenger, WhatsApp og kannski Facebook og þegar þú setur upp öll þessi forrit leyfirðu þeim öllum að hafa aðgang að nánast öllu því sem þú geymir í tækinu þínu.“ „Það eru kannski allt aðrir aðilar sem eru búnir að hafa miklu lengri aðgang að öllum myndunum þínum en þig nokkurn tíma grunar,“ bætti hann við. Hann sagði mikilvægt að fólk tæki reglulega til í símunum sínum og eyddi þeim forritum sem væru ekki lengur í notkun. Forritin gætu fengið miklu meiri aðgang en notandi hafi upphaflega samþykkt þegar það uppfærði sig. Forritið hefur einnig leyfi til að nota myndirnar í auglýsingaskini fyrir sjálft sig líkt og önnur forrit, til dæmis Twitter. Forritin Snapchat og Instagram nota svipaða gervigreind og FaceApp notar til að breyta andlitum notenda sinna t.d. til að setja kattareyru og veiðihár á myndirnar. Þjónustuskilmálar þeirra forrita eru alls ekki ósvipaðir skilmálum FaceApp.
Bandaríkin Bítið Rússland Tækni Tengdar fréttir Vill að FBI rannsaki FaceApp Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, ChucK Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum. 18. júlí 2019 07:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Vill að FBI rannsaki FaceApp Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, ChucK Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum. 18. júlí 2019 07:50