Innlent

Eldur kom upp í kjallara íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson
Slökkviliðið Vestmannaeyja var ræst út laust fyrir klukkan átta í kvöld þegar tikynning barst um eld og reyk í kjallara Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja þar sem kviknað hafði í loftpressu.

Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að starfsmenn hafi verið búnir að slökkva eldinn með snörum handtökum þegar slökkvilið bar að garði. Töluverður reykur var þó í kjallaranum og hafði náð að berast m.a. í sundlaugarsal vegna galla í loftræstikerfi.

Um klukkutíma tók að loftræsta húsnæðið en talið er að minniháttar tjón hafi hlotist af eldsvoðanum, fyrir utan loftpressuna sem eyðilagðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×