Charles Barkley finnst að tvær ungar NBA-stjörnur þurfi að létta sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 23:30 Charles Barkley lék í sjónvarpsþáttunum "THE GOLDBERGS“ í vetur. Getty/Kelsey McNeal Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna. NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna.
NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn