Harmleikur með kaffinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Á sunnudagsmorgun féll ég í þá freistni, klukkan átta að morgni, að kveikja á imbanum og fylgjast með nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona. Mér varð hugsað til Hemingways en lét þó vera að fá mér einn gráan. Svo flaug rakettan upp í bláan himininn, hliðið var opnað og naut með allt á hornum sér hlupu af stað. Fljótlega hélt einn hlauparinn um horn eins þeirra og hékk þar nokkurn spöl rétt eins og hann væri að húkka að hætti bílddælskra barna hér í denn sem reyndar héngu aftan í skrjóðum. Mér svelgdist ekki á kaffinu enda slapp húkkarinn frá Pamplona furðu vel af hornum þessum. Skepnurnar hlaupa niður götuna en fólkið flýr undan eða hallar sér upp að vegg. Allt í einu gengur maður í hægðum sínum fyrir hjörðina. Ekki veit ég hvað honum gekk til. Það skiptir engum togum að boli vippar honum á loft og kemur kappinn niður á herðarnar. Ekki veit ég meira um örlög þessa manns. Kannski vill svo heppilega til að hann verði á barnum um næstu helgi að segja reynslusögur, jafnvel svæsnari en hraðlyginn Vestfirðingur hefur upp á að bjóða. En kannski stígur hann ekki meira í lappirnar það sem eftir lifir ævi, kannski er ástand hans enn verra svo það minni okkur á ófarir Christophers Reeve. Kannski var ég að horfa á hræðilegan harmleik meðan ég sötraði kaffið. Ég sem er vanur að vera að skokka eða lesa á þessum tíma dags. Það er greinilega satt hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur, morgunverkin geta verið æði misjöfn. Það fór um mig þegar ég sá atvikið í hægri endursýningu. Svo hætti ég að hugsa um þetta, enda komið að yfirliti frétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudagsmorgun féll ég í þá freistni, klukkan átta að morgni, að kveikja á imbanum og fylgjast með nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona. Mér varð hugsað til Hemingways en lét þó vera að fá mér einn gráan. Svo flaug rakettan upp í bláan himininn, hliðið var opnað og naut með allt á hornum sér hlupu af stað. Fljótlega hélt einn hlauparinn um horn eins þeirra og hékk þar nokkurn spöl rétt eins og hann væri að húkka að hætti bílddælskra barna hér í denn sem reyndar héngu aftan í skrjóðum. Mér svelgdist ekki á kaffinu enda slapp húkkarinn frá Pamplona furðu vel af hornum þessum. Skepnurnar hlaupa niður götuna en fólkið flýr undan eða hallar sér upp að vegg. Allt í einu gengur maður í hægðum sínum fyrir hjörðina. Ekki veit ég hvað honum gekk til. Það skiptir engum togum að boli vippar honum á loft og kemur kappinn niður á herðarnar. Ekki veit ég meira um örlög þessa manns. Kannski vill svo heppilega til að hann verði á barnum um næstu helgi að segja reynslusögur, jafnvel svæsnari en hraðlyginn Vestfirðingur hefur upp á að bjóða. En kannski stígur hann ekki meira í lappirnar það sem eftir lifir ævi, kannski er ástand hans enn verra svo það minni okkur á ófarir Christophers Reeve. Kannski var ég að horfa á hræðilegan harmleik meðan ég sötraði kaffið. Ég sem er vanur að vera að skokka eða lesa á þessum tíma dags. Það er greinilega satt hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur, morgunverkin geta verið æði misjöfn. Það fór um mig þegar ég sá atvikið í hægri endursýningu. Svo hætti ég að hugsa um þetta, enda komið að yfirliti frétta.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar