Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2019 18:45 Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07