Almenningsrými við Miðbakka opnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:45 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30