Pepsi Max mörk kvenna: Ætti Dóra María að vera í úrvalsliði fyrri umferðarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 14:30 Dóra María Lárusdóttir hefur stýrt leik Valsliðsins í sumar. Mynd/S2 Sport Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira