Sálin seld fyrir góð staffapartí Steinunn Ólína skrifar 12. júlí 2019 07:00 Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun