Sálin seld fyrir góð staffapartí Steinunn Ólína skrifar 12. júlí 2019 07:00 Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar