Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:15 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15
SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19