Alfa karlar Kolbeinn Marteinsson skrifar 11. júlí 2019 08:30 Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar