Misnotaði traust aldraðrar frænku og fékk 30 milljónir í plastpoka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2019 17:00 Yngri frænkan fór með milljónirnar þrjátíu og setti í bankahólf í Landsbankanum sem stendur við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara. Akureyri Dómsmál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?