Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 13:37 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. mynd/te Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi. Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi.
Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira