Sleppt og haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2019 07:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun