Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 18:10 VR er til húsa í húsi verzlunarinnar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58
VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03