Sundsvindlaranum fagnað sem hetju við heimkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 15:30 Sun Yang vann tvenn gullverðlaun á HM í 50 metra laug í Gwangju. vísir/getty Sundkappinn umdeildi, Sun Yang, fékk höfðinglegar móttökur er hann kom heim til Kína í gær. Fjöldi fólks var samankominn á flugvellinum í Hangzhou til að fagna Yang sem vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi á HM í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Aðdáendur Suns héldu á myndum af honum og skiltum með hvetjandi skilaboðum.Drugs cheat Chinese swimmer Sun Yang returns home following furious at World Championships https://t.co/JkhoYtlTjWpic.twitter.com/xwk3RbQfur — Distinct Athlete (@DistinctAthlete) July 29, 2019 Sun er afar umdeildur innan sundheimsins en hann var dæmdur í þriggja mánaða bann eftir að hann féll á lyfjaprófi 2014. Örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Eftir að hafa tekið út bannið sneri Sun aftur í laugina og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna, þ.á.m. til tvennra gullverðlauna á HM í Gwangju sem lauk um helgina. Margir af helstu keppninautum Suns telja að hann eigi ekki að fá að keppa og tveir þeirra mótmæltu á áberandi hátt á HM í Gwangju. Í bæði 200 og 400 metra skriðsundi neituðu verðlaunahafar að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun. Skotinn Duncan Scott varð þriðji í 200 metra skriðsundi og Ástralinn Mack Horton tók silfrið í 400 metra skriðsundinu. Báðir neituðu þeir að deila verðlaunapallinum með Sun og vildu ekki láta taka myndir af sér með honum. Sun svaraði fyrir sig, öskraði á Scott að hann væri tapsár og sakaði Horton um að sýna Kína vanvirðingu með uppátæki sínu. Sun, Scott og Horton voru allir áminntir af Alþjóðalega sundsambandinu fyrir framkomu sína. Kína Sund Tengdar fréttir Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. 23. júlí 2019 11:30 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Sundkappinn umdeildi, Sun Yang, fékk höfðinglegar móttökur er hann kom heim til Kína í gær. Fjöldi fólks var samankominn á flugvellinum í Hangzhou til að fagna Yang sem vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi á HM í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Aðdáendur Suns héldu á myndum af honum og skiltum með hvetjandi skilaboðum.Drugs cheat Chinese swimmer Sun Yang returns home following furious at World Championships https://t.co/JkhoYtlTjWpic.twitter.com/xwk3RbQfur — Distinct Athlete (@DistinctAthlete) July 29, 2019 Sun er afar umdeildur innan sundheimsins en hann var dæmdur í þriggja mánaða bann eftir að hann féll á lyfjaprófi 2014. Örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Eftir að hafa tekið út bannið sneri Sun aftur í laugina og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna, þ.á.m. til tvennra gullverðlauna á HM í Gwangju sem lauk um helgina. Margir af helstu keppninautum Suns telja að hann eigi ekki að fá að keppa og tveir þeirra mótmæltu á áberandi hátt á HM í Gwangju. Í bæði 200 og 400 metra skriðsundi neituðu verðlaunahafar að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun. Skotinn Duncan Scott varð þriðji í 200 metra skriðsundi og Ástralinn Mack Horton tók silfrið í 400 metra skriðsundinu. Báðir neituðu þeir að deila verðlaunapallinum með Sun og vildu ekki láta taka myndir af sér með honum. Sun svaraði fyrir sig, öskraði á Scott að hann væri tapsár og sakaði Horton um að sýna Kína vanvirðingu með uppátæki sínu. Sun, Scott og Horton voru allir áminntir af Alþjóðalega sundsambandinu fyrir framkomu sína.
Kína Sund Tengdar fréttir Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. 23. júlí 2019 11:30 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. 23. júlí 2019 11:30