Börsungar unnu leikinn 2-0 en Iniesta spilaði fyrri hálfleikinn með Kobe. Eftir 22 ár hjá Barcelona, frá 1996 til 2018, ákvað Iniesta að breyta til síðasta sumar og fara til Japan.
Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en hann er nú 35 ára gamall. Leikurinn í gær var því sérstakur fyrir þessa Barcelona goðsögn.
„Þetta er dálítið skrýtið. Í stað þess að þeir séu samherjar mínir þá eru þeir mótherjarnir,“ sagði sá spænski í viðtali eftir leikinn í Japan í gær.
Iniesta playing against Barcelona is strange for everybody, even him pic.twitter.com/OzRSBoev8z
— Goal (@goal) July 28, 2019
„Sannleikurinn er sá að ég naut leiksins og liðið hefur ekki verið slakt. Ég er ánægður í dag og þetta er sérstakur dagur.“
Iniesta lék um 450 leiki fyrir Barcelona og skoraði í þeim 35 mörk. Hann varð spænskur meistari níu sinum og van nMeistaradeildina fjórum sinnum svo eitthvað sé nefnt.