Fótbolti

Sky segir umboðsmann Bale í viðræðum við Jiangsu Suning um risa samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale er nú væntanlega á förum frá Real Madrid.
Bale er nú væntanlega á förum frá Real Madrid. vísir/getty
Umboðsmaður Gareth Bale er nú í viðræðum við Jiangsu Suning um að Bale gangi í raðir kínverska liðsins frá Real Madrid sem vill losna við Wales-verjann.

Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu í kvöld en þeir segja frá því að Bale gæti fengið eina milljón punda í vikulaun í Kína. Það jafngildir rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur engan áhuga á því að hafa Bale í liðinu hjá sér og hefur meðal annars sagt við fjölmiðla að Bale væri ekki velkominn lengur hjá félaginu.







Það sem hefur flækt málið er að Bale er á risa samningi hjá spænska félaginu og samningur hans við félagið rennur ekki út fyrr en 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×