Fjórða iðnbyltingin breytir baráttu verkalýðshreyfingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. FBL/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bindur miklar vonir við störf framtíðarnefndar og segir að félagið ætli að verða leiðandi þegar kemur að umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna muni skila sér í kröfugerðir félagsins en einnig vonast hann eftir breiðu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og hins opinbera til að takast á við hið risastóra verkefni. Ragnar segir að umræðan um sjálfvirknivæðinguna haf i staðið yfir í félaginu um nokkurn tíma. Sjálfur hefur hann skoðað hátæknivöruhús í Finnlandi þar sem störfum hefur fækkað úr 1.500 niður í 750 vegna tilkomu róbóta. Að sama skapi hafi störfin breyst og ný hálaunastörf skapast. Hér á Íslandi er Innnes að reisa hátæknivöruhús við Sundahöfn að þessari fyrirmynd. „Okkar ætlun er að vera í forystuhlutverki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þessari þróun í stað þess að ala á ótta við breytingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar. Ragnar segir þetta vera stærsta málið sem verkalýðshreyfingin standi frammi fyrir og að barátta næstu ára muni taka mið af því.Sjá einnig: Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum „Við munum taka vinnu þessarar nefndar og koma henni á framfæri innan Alþýðusambandsins og opinbera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfsgreinar. Verkalýðshreyfingin má ekki sitja eftir sem áhorfandi.“ Ef atvinnuleysi mun aukast verulega eins og svörtustu spár gefa til kynna, þá mun álagið á grunnþjónustuna vaxa í takti við það. Ragnar segir þess vegna mikilvægt að hið opinbera sé aðili að samtalinu. Nú þegar er til framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en grunninn fyrir hið breiða samtal allra aðila skorti. „Ef atvinnuleysið verður svona mikið þá verður að fara að taka umræðuna um borgaralaun og hvernig við bregðumst við. Hugsanlega með því að skattleggja tækni,“ segir Ragnar. Ein af áskorununum er að endurmennta fjölda fólks og Ragnar segir að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu. „Síðasta vor komum við á fót fagháskólanámi í verslunarstjórnun og verslun með breytingar á til dæmis dagvörumarkaði í huga,“ segir Ragnar. „Það er samstarfsverkefni VR, Samtaka verslunar og þjónustu og menntamálaráðuneytisins. Rafiðnaðarmenn hafa einnig komið skóla á fót. Það er samt ljóst að það er mikið verk óunnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bindur miklar vonir við störf framtíðarnefndar og segir að félagið ætli að verða leiðandi þegar kemur að umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna muni skila sér í kröfugerðir félagsins en einnig vonast hann eftir breiðu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og hins opinbera til að takast á við hið risastóra verkefni. Ragnar segir að umræðan um sjálfvirknivæðinguna haf i staðið yfir í félaginu um nokkurn tíma. Sjálfur hefur hann skoðað hátæknivöruhús í Finnlandi þar sem störfum hefur fækkað úr 1.500 niður í 750 vegna tilkomu róbóta. Að sama skapi hafi störfin breyst og ný hálaunastörf skapast. Hér á Íslandi er Innnes að reisa hátæknivöruhús við Sundahöfn að þessari fyrirmynd. „Okkar ætlun er að vera í forystuhlutverki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þessari þróun í stað þess að ala á ótta við breytingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar. Ragnar segir þetta vera stærsta málið sem verkalýðshreyfingin standi frammi fyrir og að barátta næstu ára muni taka mið af því.Sjá einnig: Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum „Við munum taka vinnu þessarar nefndar og koma henni á framfæri innan Alþýðusambandsins og opinbera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfsgreinar. Verkalýðshreyfingin má ekki sitja eftir sem áhorfandi.“ Ef atvinnuleysi mun aukast verulega eins og svörtustu spár gefa til kynna, þá mun álagið á grunnþjónustuna vaxa í takti við það. Ragnar segir þess vegna mikilvægt að hið opinbera sé aðili að samtalinu. Nú þegar er til framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en grunninn fyrir hið breiða samtal allra aðila skorti. „Ef atvinnuleysið verður svona mikið þá verður að fara að taka umræðuna um borgaralaun og hvernig við bregðumst við. Hugsanlega með því að skattleggja tækni,“ segir Ragnar. Ein af áskorununum er að endurmennta fjölda fólks og Ragnar segir að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu. „Síðasta vor komum við á fót fagháskólanámi í verslunarstjórnun og verslun með breytingar á til dæmis dagvörumarkaði í huga,“ segir Ragnar. „Það er samstarfsverkefni VR, Samtaka verslunar og þjónustu og menntamálaráðuneytisins. Rafiðnaðarmenn hafa einnig komið skóla á fót. Það er samt ljóst að það er mikið verk óunnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00