Nær óbætanlegt tjón ef spilliefni bærist inn á vatnsverndarsvæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 14:25 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“ Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira