Ætlaði að hætta í tónlist þegar hún gaf út vinsælasta lagið sitt Sylvía Hall skrifar 25. júlí 2019 13:27 Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu. Vísir/Getty Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019 Hollywood Tónlist Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Sjá meira
Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019
Hollywood Tónlist Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Sjá meira