Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:15 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira