Lögn undir dal á 410 milljónir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2019 07:00 Hitaveitustokkur var fyrst lagður yfir Elliðaárdal í framkvæmdum á árunum 1939 til 1943. Fréttablaðið/Valli Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira