Körfubolti

Kjaftaskurinn Magic Johnson reyndist örlagavaldur Lakers í eltingarleiknum við Kawhi Leonard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magic Johnson.
Magic Johnson. Getty/Harry How
Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun.

Magic Johnson er svo sannarlega með muninn fyrir neðan nefið og þessi mikla goðsögn sækir alltaf í athyglina. Hver elskar heldur ekki að heyra Magic tala og hann heillar alla upp úr skónum með brosi sínu og skemmtilegri framkomu.

Athyglisþörf Magic virðist hafa verið að flækjast fyrir Los Angeles Lakers í sumar í eltingarleiknum við feitasta bitann á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í körfubolta.

Kawhi Leonard valdi litla liðið í Los Angeles borg frekar en hið sögufræga lið Lakers og að spila við hlið LeBron James. Nú er komið í ljós að einn af mönnunum sem gerði Lakers liðið svo sögufrægt átt mikinn þátt í því að Leonard valdi ekki Lakers og fór frekar í Los Angeles Clippers.





Magic Johnson elskar að tala og sumir fjölmiðlamenn nýta sér það óspart. Kawhi Leonard var mikil aðdáandi leikmannsins Magic Johnson enda er Leonard frá Kaliforníu.

Það fréttist lítið að fundum Kawhi Leonard með Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Toronto Raptors, fyrir utan þá fundi þar sem Magic kom við sögu.

Um leið og Kawhi Leonard var búinn að kveðja Magic þá fóru að berast fréttir af því í fjölmiðlum um það sem þeim fór á milli á þessum fundum. Kawhi Leonard var ekki ánægður með það því hann bað alla aðila um að halda því leyndu sem fram fór á fundunum.

Kawhi Leonard átti meðal annars að hafa truflað Magic í kirkju og spurt hann um hitt og þetta sem snéri að utanumhaldinu hjá Lakers.

Magic Johnson var forseti Lakers þar til að hann hætti skyndilega í april. Kawhi Leonard vildi samt tala við hetjuna sína enda þekkja fáir betur til hjá Los Angeles Lakers en Magic. Í stað þess að gefa stoðsendingum þá var Magic hins vegar með afdrifaríkann tapaðan bolta að þessu sinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×