Heimsmeistarinn Griezmann er nú með Barcelona í Japan þar sem liðið er í æfingaferð og liðið mætir Chelsea í æfingaleik á morgun.
Griezmann segir að fyrsta æfingin hans hafi verið erfið en eftir það hafi hann lært lexíu. Hann á þó eftir að fá símtal frá fyrirliða liðsins, Lionel Messi.
„Sannleikurinn er sá að þetta byrjaði illa því ég var klobbaður tvisvar á minni fyrstu æfingu en sem betur fer lærði ég af því,“ sagði Griezmann á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea á morgun.
Griezmann hasn't spoke to Messi since moving to Barcelona https://t.co/SWaGKyvyIG
— Goal News (@GoalNews) July 22, 2019
Luis Suarez og Lionel Messi eru ekki með Barcelona í Asíu en þeir voru báðir með þjóðum sínum í Suður-Ameríkukeppninni og eru ekki mætir til æfinga.
„Messi hefur ekki hringt í mig en Suarez er búinn á því. Hann hringdi og óskaði mér til hamingju og bauð mig velkominn,“ sagði Griezmann aðspurður hvort að þeir hefðu boðið Frakkann velkominn.
„Hópurinn hefur tekið vel á móti mér og ég er ánægður að deila búningsherbergi með þeim. Vonandi get ég hjálpað til að þetta fari á besta mögulega veg,“ sagði heimsmeistarinn.