Lýðkjörinn og þá á ekkert að segja eða gera segir formaður KÍ Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2019 15:18 Ég sem félagsmaður í Félagi grunnskólakennara er afar ósátt. Ástæðan hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgist með. Dæmdur einstaklingur sem var lýðræðislega kosinn heldur embætti sínu og samviska hans ræður. Að auki þaggar stjórn FG málið, lætur ekkert frá sér heyra. Veit vel að ekki er hægt að taka embætti af lýðkjörnum einstaklingi eða kjósa að nýju enda ekki farið fram á það. Ég vil að formaður KFR stígi til hliðar í þeim störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara þar til málið er til lykta leitt. Á ekki einu sinni að þurfa umræðu eins og einn félagsmaður sagði inn á síðu grunnskólakennara. Sannist sakleysi er hann hjartanlega velkominn aftur til starfa. Stjórn Félags grunnskólakennara getur sent yfirlýsingum um að hann stígi til hliðar á meðan málið er í áfrýjunarferli. Það er ekki bara að hann fari fyrir svæðafélagi heldur situr hann í samninganefnd og viðræðunefnd félagsins. Hafi stjórn FG fulla trú á honum efir dómsuppkvaðninguna vil ég fá að vita það sem félagsmaður og tel mig í fullum rétti til þess. Stjórn Kennarafélags Reykjavík getur gert það sama. Stjórnin getur óskað eftir að formaðurinn stígi til hliðar þar til öll kurl eru komin til grafar. Það grefur undan trúverðugleika einstaklings sem ætlar að sitja eins og þrjóskur hrútur í embætti og veldur stéttinni skaða með því. Málið minnir á margt um mál dómsmálaráðherra þegar dómur MDE féll. Hún ætlaði að sitja sem fastast og allir gerðu vitleysu nema hún. Svæðadeildir félags grunnskólakennara geta líkað skorað á formanninn að stíga til hliðar. Deildirnar eru hluti af félaginu og kljást við ímynd félagsins út á við. Svona uppákoma skaðar ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Samninganefnd og viðræðunefnd ættu að gefa út yfirlýsingu um málið. Ef ekki stuðningsyfirlýsingu þá áskorun að formaðurinn stígi til hliðar þannig að stéttin viti hug þeirra í málinu. Ég skil ekki aðgerðaleysi viðkomandi nefndarmanna í þessu máli. Stjórn sem tekur ekki af skarið, eins og stjórn FG, skaðar heildina en verndar einstaklinginn. Stundum þarf maður að gera meira en það sem gott þykir. Enn á ný skora ég á stjórn Félags grunnskólakennara að koma með yfirlýsingu, annað tveggja stuðningsyfirlýsingu eða ósk um að formaðurinn stígi tímabundið til hliðar. Afstöðuleysi er ekki í boði að mínu mati. Þegar núverandi stjórn barðist fyrir kjöri sínu var félagsmönnum lofað, af hluta stjórnar, að starfshættir myndu breytast frá fyrri stjórn. Þeir töldu margt að á þeim bæ. Ég beit á agnið með suma stjórnarmennina og hef orðið fyrir vonbrigðum. Margir bíða enn eftir breytingunum sem boðaðar voru fyrir rúmu ári síðan. Stjórn stéttarfélags sem sýnir félagsmönnum svona framkomu missir trúverðugleika. Nú þegar hefur stjórn FG beðið hnekki og trúverðugleiki stjórnarinnar minnkar svo lengi þaggar niður umrætt mál.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem félagsmaður í Félagi grunnskólakennara er afar ósátt. Ástæðan hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgist með. Dæmdur einstaklingur sem var lýðræðislega kosinn heldur embætti sínu og samviska hans ræður. Að auki þaggar stjórn FG málið, lætur ekkert frá sér heyra. Veit vel að ekki er hægt að taka embætti af lýðkjörnum einstaklingi eða kjósa að nýju enda ekki farið fram á það. Ég vil að formaður KFR stígi til hliðar í þeim störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara þar til málið er til lykta leitt. Á ekki einu sinni að þurfa umræðu eins og einn félagsmaður sagði inn á síðu grunnskólakennara. Sannist sakleysi er hann hjartanlega velkominn aftur til starfa. Stjórn Félags grunnskólakennara getur sent yfirlýsingum um að hann stígi til hliðar á meðan málið er í áfrýjunarferli. Það er ekki bara að hann fari fyrir svæðafélagi heldur situr hann í samninganefnd og viðræðunefnd félagsins. Hafi stjórn FG fulla trú á honum efir dómsuppkvaðninguna vil ég fá að vita það sem félagsmaður og tel mig í fullum rétti til þess. Stjórn Kennarafélags Reykjavík getur gert það sama. Stjórnin getur óskað eftir að formaðurinn stígi til hliðar þar til öll kurl eru komin til grafar. Það grefur undan trúverðugleika einstaklings sem ætlar að sitja eins og þrjóskur hrútur í embætti og veldur stéttinni skaða með því. Málið minnir á margt um mál dómsmálaráðherra þegar dómur MDE féll. Hún ætlaði að sitja sem fastast og allir gerðu vitleysu nema hún. Svæðadeildir félags grunnskólakennara geta líkað skorað á formanninn að stíga til hliðar. Deildirnar eru hluti af félaginu og kljást við ímynd félagsins út á við. Svona uppákoma skaðar ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Samninganefnd og viðræðunefnd ættu að gefa út yfirlýsingu um málið. Ef ekki stuðningsyfirlýsingu þá áskorun að formaðurinn stígi til hliðar þannig að stéttin viti hug þeirra í málinu. Ég skil ekki aðgerðaleysi viðkomandi nefndarmanna í þessu máli. Stjórn sem tekur ekki af skarið, eins og stjórn FG, skaðar heildina en verndar einstaklinginn. Stundum þarf maður að gera meira en það sem gott þykir. Enn á ný skora ég á stjórn Félags grunnskólakennara að koma með yfirlýsingu, annað tveggja stuðningsyfirlýsingu eða ósk um að formaðurinn stígi tímabundið til hliðar. Afstöðuleysi er ekki í boði að mínu mati. Þegar núverandi stjórn barðist fyrir kjöri sínu var félagsmönnum lofað, af hluta stjórnar, að starfshættir myndu breytast frá fyrri stjórn. Þeir töldu margt að á þeim bæ. Ég beit á agnið með suma stjórnarmennina og hef orðið fyrir vonbrigðum. Margir bíða enn eftir breytingunum sem boðaðar voru fyrir rúmu ári síðan. Stjórn stéttarfélags sem sýnir félagsmönnum svona framkomu missir trúverðugleika. Nú þegar hefur stjórn FG beðið hnekki og trúverðugleiki stjórnarinnar minnkar svo lengi þaggar niður umrætt mál.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun