Notuðu teppi til að grípa þriggja ára dreng sem féll niður sex hæðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 08:42 Barnið slapp ómeitt frá fallinu. Skjáskot Hópur manna bjargaði þriggja ára kínverskum dreng sem hékk fram af svölum á sjöttu hæð í íbúðarblokk í kínversku borginni Chongqing í gær. Þegar drengurinn missti takið féll hann á teppi sem vegfarendur héldu á milli sín fyrir neðan svalirnar.Á myndbandi sem birt er á vef BBC og sjá má hér að neðan, sést hvernig drengurinn heldur í svalirnar áður en hann dettur niður í átt að jörðu. Zhu Yanhui, starfsmaður í íbúðarhúsnæðinu segist í viðtali við BBC hafa tekið eftir að drengurinn hafi hangið fram af svölunum. „Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að hlaupa þangað og reyna að grípa hann með berum höndum en það hefði líklega ekki tekist,“ sagði Zhu. Starfsmenn og íbúar söfnuðust saman og náðu sér í stórt teppi í von um að grípa mætti drenginn. Í viðtali við BBC segir Zhu að þau hafi verið efins um að teppið myndi duga til að draga úr fallinu en þau hafi engu að síður látið reyna á það enda lítill tími til stefnu. Skömmu eftir að teppinu var komið fyrir missti drengurinn takið og féll niður á teppið. Í frétt BBC segir að farið hafi verið með drenginn á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafi sloppið ómeiddur frá fallinu. Lögreglan í Chongqing segir að hann hafi verið í umsjá ömmu sinnar sem skildi drenginn eftir einan í íbúðinni á meðan hún fór í matvörubúð. Kína Tengdar fréttir Greip barn sem féll út um glugga Atvikið náðist á öryggismyndavél. 27. júní 2019 07:42 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Hópur manna bjargaði þriggja ára kínverskum dreng sem hékk fram af svölum á sjöttu hæð í íbúðarblokk í kínversku borginni Chongqing í gær. Þegar drengurinn missti takið féll hann á teppi sem vegfarendur héldu á milli sín fyrir neðan svalirnar.Á myndbandi sem birt er á vef BBC og sjá má hér að neðan, sést hvernig drengurinn heldur í svalirnar áður en hann dettur niður í átt að jörðu. Zhu Yanhui, starfsmaður í íbúðarhúsnæðinu segist í viðtali við BBC hafa tekið eftir að drengurinn hafi hangið fram af svölunum. „Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að hlaupa þangað og reyna að grípa hann með berum höndum en það hefði líklega ekki tekist,“ sagði Zhu. Starfsmenn og íbúar söfnuðust saman og náðu sér í stórt teppi í von um að grípa mætti drenginn. Í viðtali við BBC segir Zhu að þau hafi verið efins um að teppið myndi duga til að draga úr fallinu en þau hafi engu að síður látið reyna á það enda lítill tími til stefnu. Skömmu eftir að teppinu var komið fyrir missti drengurinn takið og féll niður á teppið. Í frétt BBC segir að farið hafi verið með drenginn á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafi sloppið ómeiddur frá fallinu. Lögreglan í Chongqing segir að hann hafi verið í umsjá ömmu sinnar sem skildi drenginn eftir einan í íbúðinni á meðan hún fór í matvörubúð.
Kína Tengdar fréttir Greip barn sem féll út um glugga Atvikið náðist á öryggismyndavél. 27. júní 2019 07:42 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira