Innfluttu íslenzku blómin Ólafur Stephensen skrifar 31. júlí 2019 07:00 Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar