Hannes hefur engar áhyggjur af útgáfunni: „Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:12 Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hefur áður gefið út bók um Engeyingaættina. Í haust gefur hann út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, háskólaprófessor. samsett mynd „Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39