Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2019 18:30 HK-ingar fagna. vísir/bára Einn skrýtnasti hálfleikur sumarsins átti sér stað í Kórnum í dag. HK skoraði þrívegis á fyrstu 20 mínútum leiksins úr einu þremur sóknum sínum. Mörkin gerðu þeir Arnþór Ari Atlason, Birnir Snær Ingason og Bjarni Gunnarsson. Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn fyrir Íslandsmeistaraefni KR undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 3-1 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo varamaðurinn og fyrrum KR-ingurinn, Emil Atlason, sem gerði endanlega út um leikinn þegar skammt var til leiksloka. Lokatölur 4-1 HK í vil og fyrsta tap KR síðan í Grindavík þann 16. maí staðreynd. Þrátt fyrir tapið heldur KR toppsætinu en liðið er nú með sjö stiga forystu þegar sex umferðir eru eftir af mótinu. Þá eru HK-ingar komnir í bullandi Evrópubaráttu en liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 24 stig. Skrýtnasti hálfleikur sumarsins Fyrstu 20 mínútur leiksins í Kórnum í dag voru þær allra skrýtnustu sem undirritaður hefur orðið vitni að í langan tíma. Gestirnir byrjuðu einkar vel út á velli, héldu boltanum vel og voru að skapa sér færi. Í hvert skipti sem HK komst hins vegar nálægt marki KR þá skoruðu þeir. Fyrsta markið kom strax á 6. mínútu leiksins þegar Pálmi Rafn Pálmason átti slaka sendingu við miðlínu. HK náði strax að koma knettinum upp í hægra hornið á Valgeir Valgeirsson sem átti frábæra sendingu meðfram jörðinni frá endamörkum inn í D-bogann þar sem Arnþór Ari kom aðsvífandi og lagði knöttinn snyrtilega í niðri í hornið fjær. Beitir Ólafsson eflaust pirraður en hann var í knettinum. KR-ingar héldu áfram að vera með yfirhöndina út á velli en á 12. mínútu tvöfaldaði Birnir Snær forystu heimamanna. Skömmu áður hafði Óskar Örn Hauksson átt fínt skot sem Arnar Freyr Ólafsson varði. Leikmenn HK brunuðu í sókn sem endaði með því að Birnir fíflaði Kennie Chopart og Skúla Jón Friðgeirsson vinstra megin í vítateig KR. Hann átti svo þrumuskot sem virtist fara í gegnum eða undir Beiti í marki KR og staðan því orðin 2-0. Áfram héldu KR-ingar sínum leik. Léku boltanum vel út á velli og voru að skapa færi. Það var svo á 20. mínútu sem heimamenn fengu aukaspyrnu út á velli og í kjölfarið kom þriðja mark þeirra. KR-ingar náðu ekki að hreinsa og boltinn barst til Alexanders Freys Sindrasonar hægra megin í teignum, hann lyfti knettinum á fjærstöngina þar sem Bjarni stangaði knöttinn af öllu afli í netið og staðan orðin 3-0 fyrir nýliðum HK. Eftir þetta róaðist leikurinn en HK ætlaði sér að halda fengnum hlut á meðan KR virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð. Pálmi Rafn hélt krísufund inn í D-boga liðsins beint eftir markið. Það var svo Pálmi sjálfur sem minnkaði muninn í blálokin á fyrri hálfleik þegar knötturinn datt til hans rétt fyrir utan vítateig HK eftir að Kristján Flóki Finnbogason og Tobias Thomsen höfðu verið í baráttu við varnarmenn HK. Pálmi þrumaði knettinum í fyrsta beint upp í samskeytin og staðan orðin 3-1 í þann mund sem Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði fyrri hálfleikinn af. Tíðindalítill síðari hálfleikur Gestirnir voru nálægt því að minnka muninn strax í upphafi síðari hálfleiks en eftir það fjarið mjög hratt undan sóknarþunga þeirra. HK tókst að drepa leikinn einstaklega vel og varamaðurinn Emil Atlason gulltryggði svo sigurinn með marki gegn sínum gömlu félögum undir lok leiks. Lokatölur í Kórnum eins og áður sagði 4-1 heimamönnum í vil. Af hverju vann HK? Af því þeir nýttu færin sín í Kórnum. Það verður ekki hægt að segja um KR-liðið í dag. Svo einfalt er það. KR í raun miklu betra lið út á velli en það telur því miður ekki, það eru blessuð mörkin sem telja. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhvern einn hjá HK en liðsheild þeirra skóp þennan sigur. Frábær varnarleikur í bland við eitraðar skyndisóknir gerðu það að verkum að liðið skoraði fjögur mörk í dag. Eflaust er hægt að nefna Birni Snæ en hann fór einstaklega illa með bæði Kennie Chopart og Skúla Jón í dag. Þá vru þeir Alexander Freyr og Leifur Andri sem klettar í miðri vörn liðsins og Bjarni Gunnarsson lúsiðinn í fremstu víglínu. Hjá KR var Pálmi Rafn Pálmason í raun eini leikmaðurinn sem átti ekki afleitan leik þrátt fyrir að eiga sök á fyrsta marki HK. Hvað gekk illa? Færanýting KR var vægast sagt skelfileg og það sama má segja um varnarleik liðsins. Þá var Beitir Ólafsson að eiga sinn allra daprasta leik á Íslandsmótinu í sumar. Hvað gerist næst? Heimamenn í HK heimsækja Grindavík á sunnudeginum eftir viku. KR-ingar eiga hins vegar undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum í Kaplakrika á miðvikudaginn kemur.Rúnar Kristinsson eftir leik: Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir „Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunan að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla
Einn skrýtnasti hálfleikur sumarsins átti sér stað í Kórnum í dag. HK skoraði þrívegis á fyrstu 20 mínútum leiksins úr einu þremur sóknum sínum. Mörkin gerðu þeir Arnþór Ari Atlason, Birnir Snær Ingason og Bjarni Gunnarsson. Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn fyrir Íslandsmeistaraefni KR undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 3-1 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo varamaðurinn og fyrrum KR-ingurinn, Emil Atlason, sem gerði endanlega út um leikinn þegar skammt var til leiksloka. Lokatölur 4-1 HK í vil og fyrsta tap KR síðan í Grindavík þann 16. maí staðreynd. Þrátt fyrir tapið heldur KR toppsætinu en liðið er nú með sjö stiga forystu þegar sex umferðir eru eftir af mótinu. Þá eru HK-ingar komnir í bullandi Evrópubaráttu en liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 24 stig. Skrýtnasti hálfleikur sumarsins Fyrstu 20 mínútur leiksins í Kórnum í dag voru þær allra skrýtnustu sem undirritaður hefur orðið vitni að í langan tíma. Gestirnir byrjuðu einkar vel út á velli, héldu boltanum vel og voru að skapa sér færi. Í hvert skipti sem HK komst hins vegar nálægt marki KR þá skoruðu þeir. Fyrsta markið kom strax á 6. mínútu leiksins þegar Pálmi Rafn Pálmason átti slaka sendingu við miðlínu. HK náði strax að koma knettinum upp í hægra hornið á Valgeir Valgeirsson sem átti frábæra sendingu meðfram jörðinni frá endamörkum inn í D-bogann þar sem Arnþór Ari kom aðsvífandi og lagði knöttinn snyrtilega í niðri í hornið fjær. Beitir Ólafsson eflaust pirraður en hann var í knettinum. KR-ingar héldu áfram að vera með yfirhöndina út á velli en á 12. mínútu tvöfaldaði Birnir Snær forystu heimamanna. Skömmu áður hafði Óskar Örn Hauksson átt fínt skot sem Arnar Freyr Ólafsson varði. Leikmenn HK brunuðu í sókn sem endaði með því að Birnir fíflaði Kennie Chopart og Skúla Jón Friðgeirsson vinstra megin í vítateig KR. Hann átti svo þrumuskot sem virtist fara í gegnum eða undir Beiti í marki KR og staðan því orðin 2-0. Áfram héldu KR-ingar sínum leik. Léku boltanum vel út á velli og voru að skapa færi. Það var svo á 20. mínútu sem heimamenn fengu aukaspyrnu út á velli og í kjölfarið kom þriðja mark þeirra. KR-ingar náðu ekki að hreinsa og boltinn barst til Alexanders Freys Sindrasonar hægra megin í teignum, hann lyfti knettinum á fjærstöngina þar sem Bjarni stangaði knöttinn af öllu afli í netið og staðan orðin 3-0 fyrir nýliðum HK. Eftir þetta róaðist leikurinn en HK ætlaði sér að halda fengnum hlut á meðan KR virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð. Pálmi Rafn hélt krísufund inn í D-boga liðsins beint eftir markið. Það var svo Pálmi sjálfur sem minnkaði muninn í blálokin á fyrri hálfleik þegar knötturinn datt til hans rétt fyrir utan vítateig HK eftir að Kristján Flóki Finnbogason og Tobias Thomsen höfðu verið í baráttu við varnarmenn HK. Pálmi þrumaði knettinum í fyrsta beint upp í samskeytin og staðan orðin 3-1 í þann mund sem Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði fyrri hálfleikinn af. Tíðindalítill síðari hálfleikur Gestirnir voru nálægt því að minnka muninn strax í upphafi síðari hálfleiks en eftir það fjarið mjög hratt undan sóknarþunga þeirra. HK tókst að drepa leikinn einstaklega vel og varamaðurinn Emil Atlason gulltryggði svo sigurinn með marki gegn sínum gömlu félögum undir lok leiks. Lokatölur í Kórnum eins og áður sagði 4-1 heimamönnum í vil. Af hverju vann HK? Af því þeir nýttu færin sín í Kórnum. Það verður ekki hægt að segja um KR-liðið í dag. Svo einfalt er það. KR í raun miklu betra lið út á velli en það telur því miður ekki, það eru blessuð mörkin sem telja. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhvern einn hjá HK en liðsheild þeirra skóp þennan sigur. Frábær varnarleikur í bland við eitraðar skyndisóknir gerðu það að verkum að liðið skoraði fjögur mörk í dag. Eflaust er hægt að nefna Birni Snæ en hann fór einstaklega illa með bæði Kennie Chopart og Skúla Jón í dag. Þá vru þeir Alexander Freyr og Leifur Andri sem klettar í miðri vörn liðsins og Bjarni Gunnarsson lúsiðinn í fremstu víglínu. Hjá KR var Pálmi Rafn Pálmason í raun eini leikmaðurinn sem átti ekki afleitan leik þrátt fyrir að eiga sök á fyrsta marki HK. Hvað gekk illa? Færanýting KR var vægast sagt skelfileg og það sama má segja um varnarleik liðsins. Þá var Beitir Ólafsson að eiga sinn allra daprasta leik á Íslandsmótinu í sumar. Hvað gerist næst? Heimamenn í HK heimsækja Grindavík á sunnudeginum eftir viku. KR-ingar eiga hins vegar undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum í Kaplakrika á miðvikudaginn kemur.Rúnar Kristinsson eftir leik: Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir „Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunan að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti