Körfubolti

Eldri en faðir samherja síns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carter og Young eru samherjar hjá Atlanta Hawks. Á þeim munar 21 ári í aldri.
Carter og Young eru samherjar hjá Atlanta Hawks. Á þeim munar 21 ári í aldri. vísir/getty
Vince Carter, elsti leikmaður NBA-deildarinnar, ætlar að spila eitt tímabil í viðbót áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Atlanta Hawks.

Carter er fæddur 26. janúar 1977 og er 42 ára. Hann er langelsti leikmaður Atlanta en sá næstelsti, Evan Turner, er þrítugur.

Til marks um hversu „aldraður“ Carter er þá er hann eldri en faðir Trae Young, skærustu stjörnu liðsins.

Faðir Youngs, Rayford Young, fæddist 5. nóvember 1977 og er því rúmum níu mánuðum yngri en Carter.



Þegar Carter var valinn í nýliðavalinu 1998 var Trae Young ekki enn fæddur. Nýliðavalið 1998 fór fram 24. júní en Young kom í heiminn 19. september 1998.



Tímabilið í vetur verður það 22. hjá Carter í NBA. Hann bætir þar með met Dirks Nowitzki, Kevins Garnett, Kevins Willis og Roberts Parish sem léku allir 21 tímabil í deildinni.

Auk Atlanta hefur Carter leikið með Toronto Raptors, New Jersey Nets, Orlando Magic, Phoenix Suns, Dallas Mavericks, Memphis Grizzlies og Sacramento Kings á ferlinum.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×